Antony, Anthony Martial og Jadon Sancho eru allir heima í Manchester og verða ekki með Manchester United gegn Real Sociedad í kvöld í Evrópudeildinni.
United þarf að vinna með tveimur mörkum til að vinna riðilinn en framlína liðsins er verulega þunnskipuð.
Alejandro Garnacho fær mögulega annað tækifæri í byrjunarliði United en hann sýndi góða takta í síðustu viku.
Cristiano Ronaldo elskar að skora gegn Sociedad og hefur meðal annars skorað tvær þrennur á ferlinum gegn liðinu.
Svona er líklegt byrjunarlið United en leikurinn hefst klukkan 17:45.