Goðsögnin Gerard Pique er að leggja skóna á hilluna og mun leika sinn síðasta leik fyrir liðið um helgina.
Pique hefur átt mjög farsælan feril sem leikmaður en er orðinn 35 ára gamall og kominn á seinni árin í boltanum.
Pique hefur verið í varahlutverki á tímabilinu og mun kveðja í leik gegn Almeria um helgina.
Spánverjinn kom til Barcelona frá Manchester United árið 2008 en hann er þó uppalinn hjá því fyrrnefnda.
Alls lék Pique 396 deildarleiki fyrir Barcelona og skoraði 29 mörk og þá 102 landsleiki fyrir Spán.
Varnarmaðurinn vann deildina á Spáni átta sinnum og Meistaradeildina fjórum sinnum en í eitt sinn með Manchester United.
View this post on Instagram