Denis Zakaria, leikmaður Chelsea, nýtti tækifærið í vikunni er hann lék með liðinu gegn Dinamo Zagreb í Meistaradeildinni.
Zakaria var að byrja sinn fyrsta leik fyrir Chelsea og að taka þátt í sínum öðrum eftir að hafa komið til félagsins frá Juventus í sumar.
Lengi var talið að Chelsea myndi senda leikmanninn aftur til Juventus í janúar en samkvæmt Athletic verður það ekki raunin.
Eftir tækifærið í gær á Zakaria framtíð á Stamford Bridge og verður ekki sendur til baka í byrjun árs.
Zakaria er 25 ára gamall og skoraði í 2-1 sigri á Dinamo Zagreb og átti flottan leik á miðju liðsins.