Riðlakeppni Meistaradeildarinnar er nú lokið og er ljóst hvaða lið verða í pottinum næsta mánudag fyrir dráttinn í 16-liða úrslitum.
Meistaradeildin hefur verið ansi skemmtileg á þessu tímabili og hafa þónokkur óvænt úrslit verið á boðstólnum.
Það er þó ekki óvænt hverjir eru á toppnum þegar kemur að markaskorun og eru það menn sem allir kannast við.
Kylian Mbappe hjá PSG og Mohammed Salah hjá Liverpool eru markahæstur með sjö mörk í keppninni til þessa.
Markavélin Erling Haaland er í þriðja sæti með fimm mörk ásamt þeim Robert Lewandowski og Mehdi Taremi.
Hér fyrir neðan má sjá markahæstu menn keppninnar.