Real Madrid er byrjað að skoða arftaka fyrir Luka Modric sem er 37 ára gamall. Spænskir miðlar segja að Moises Caicedo miðjumaður Brighton sé á lista félagsins.
Caicedo fagnaði 21 árs afmæli sínu í gær en hann hefur vakið mikla athygli fyrir vaska framgöngu.
Madrid er byrjað að skoða það hvernig fylla skal skarð Modric sem hefur verið magnaður um langt skeið.
Caicedo er orkumikill miðjumaður frá Ekvador sem kom til Brighton á síðasta ári.
Útsendarar Real Madrid virðast einblína á það að finna miðjumenn fyrir næstu leiktíð en Jude Bellingham hjá Dortmund er einnig orðaður við félagið.