Real Sociedad 0 – 1 Manchester United
0-1 Alejandro Garnacho(’17)
Manchester United vann Real Sociedad í Evrópudeildinni í kvöld en sigurinn dugar ekki fyrir efsta sæti E riðils.
Man Utd fór til Spánar og hafði betur 1-0 en Alejandro Garnacho skoraði eina mark leiksins.
Man Utd þurfti að vinna með fleiri mörkum til að tryggja toppsætið en liðið er með 15 stig úr sex leikjum líkt og Sociedad.
Það er því ljóst að þeir ensku munu mæta liði sem kemur innm í keppnina eftir að hafa hafnað í þriðja sæti í sínum Meistaradeildarriðli.
Um er að ræða umspil en sigurlið riðilsins sleppur við þá leiki.