Það kemur ekki til greina að Mesut Özil snúi aftur í enska boltann efktir að hafa yfirgefið Arsenal í byrjun árs.
Þetta segir umboðsmaður leikmannsins, Erkut Sogut, en Özil er í dag 34 ára gamall og spilar í Tyrklandi.
Sogut nýtti tækifærið og skaut á fyrrum liðsfélaga Özil, Pierre Emerick Aubameyang sem lék tíma með Arsenal.
Aubameyang ákvað að snúa aftur í enska boltann í sumar og skrifaði undir samning við granna Arsenal í Chelsea.
,,Hann gæti aldrei spilað fyrir annað enskt félag, hann er ekki eins og Aubameyang,“ sagði Sogut.
,,Hann elskaði tíma sinn hjá Arsenal og er enn í sambandi við marga leikmenn, sérstaklega Bukayo Saka en þeirra samband er sérstakt.“