Heung Min Son, leikmaður Tottenham, er á leið í aðgerð og verður frá í einhvern tíma.
Þetta hefur enska félagið staðfest en Son fór meiddur af velli í 2-1 sigri á Marseille í Meistaradeildinni í gær.
Son varð fyrir því óláni að fá höfuðhögg í leiknum og þarf að fara í aðgerð á auga vegna þess.
Ekki er tekið fram hversu lengi Son verður frá en hann er einn allra mikilvægasti leikmaður Tottenham.
Um er að ræða minniháttar aðgerð en Son á að spila á HM með Suður-Kóreu eftir 18 daga.