Þrátt fyrir að ferillinn sé á niðurleið er Cristiano Ronaldo enn einn allra vinsælasti knattspyrnumaður heims. Það sást á dögunum.
Stuðningsmenn hópuðust þá að kappanum og báðu hann um eiginhandaráritanir og myndir með sér. Ronaldo þótti hávaðinn greinilega aðeins of mikill og bað mannskapinn um að róa sig aðeins.
Ronaldo er í aukahlutverki hjá Manchester United á þessari leiktíð. Á dögunum var hann settur í skammarkrókinn fyrir að neita að koma inn á og strunsa svo út af Old Trafford í sigurleik gegn Tottenham.
Portúgalinn var sendur í varaliðið en sneri skömmu síðar aftur í aðalliðið.
🇵🇹E o Cristiano Ronaldo que meteu o seu lendário “CALM DOWN”, quando os fãs começaram a pedir autógrafos ao mesmo tempo. Eu amo demais esse cara!😆🤣 pic.twitter.com/dqqITFpl9J
— futebolrelevante (@futrelevante) November 1, 2022