Arturo Vidal, leikmaður Flamengo, er kokrhaustur fyrir leik liðsins við Real Madrid í úrslitaleik HM félagsliða.
Flamengo mun spila við Real í úrslitaleiknum eftir að hafa tryggt sér sigur í Copa Libertadores með sigri á Athletico Paranaense.
Vidal mun væntanlega njóta þess að spila gegn Real en hann hefur gert það áður sem leikmaður Barcelona.
Vidal spilaði með Barcelona frá 2018 til 2020 og þá tæplega 96 leiki á þeim tíma.
Miðjumaðurinn er vongóður fyrir leikinn sem verður líklega spilaður í febrúar á næsta ári.
,,Real Madrid, við ætlum að rústa ykkur,“ sagði Vidal en hann öskraði skilaboðin að stuðningsmönnum Flamengo.