Samningur Wilfried Zaha við Crystal Palace rennur út næsta sumar og ekki er ljóst hvert framhaldið verður hjá leikmanninum.
Hinn 29 ára gamli Zaha hefur verið á mála hjá Palace síðan 2015. Síðan þá hefur kantmaðurinn oft verið orðaður við stærri félög, þá sérstaklega Arsenal.
Palace og Zaha eiga í viðræðum um nýjan samning en ekki er ljóst hvað verður.
Daily Mail segir að Arsenal, Chelsea og Tottenham fylgist öll með gangi mála hjá honum.
Á þessari leiktíð hefur Zaha skorað fimm mörk í ellefu leikjum með Palace.