Robert Lewandowski, leikmaður Barcelona, bjóst við erfiðleikum á hans fyrsta tímabili hjá spænska stórliðinu.
Barcelona hefur verið í töluverðri lægð í dágóðan tíma en fjárhagsstaða liðsins er slæm og eru margir leikmenn liðsins komnir á aldur.
Lewandowski hefur byrjað frábærlega eftir að hafa komið frá Bayern Munchen í sumar og er með 18 mörk í 17 leikjum.
Það reyndist þó ekki nóg til að tryggja Barcelona sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar og er liðið einnig eftir á í baráttunni um spænska meistaratitilinn.
,,Ég er í liði sem mig dreymdi um að spila með og ég stoltur af því að vera hér,“ sagði Lewandowski.
,,Ég kom ekki hingað og bjóst við að allt myndi ganga upp fullkomlega. Þetta er verkefni sem þarf tíma og þolinmæði.“