Það þótti nokkuð tæpt og í raun umdeilt þegar mark var tekið af Napoli í stöðunni 0-0 gegn Liverpool í gær. Liverpool vann að lokum 2-0 sigri.
Leo Ostigard skallaði þá knöttinn í netið og flestir töldu að markið mundi standa. Eyrað á Ostigard var hins vegar fyrir innan línu og var hann dæmdur rangstæður.
Ný tækni í VAR málum UEFA hefur vakið nokkra athygli og á að vera nákvæmari en nokkru sinni fyrr.
Liverpool hafnaði í öðru sæti A riðils þrátt fyrir 2-0 sigurinn. Liverpool þurfti að vinna með fjórum mörkum eða meira til að tryggja toppsætið en mistókst að gera það að þessu sinni.
Dóminn sem um ræðir má sjá hér að neðan.