James Maddison hefur verið einn allra besti leikmaður Leicester City í haust ef ekki sá besti.
Maddison gerir sér vonir um að spila með enska landsliðinu á HM í næsta mánuði en það verður ekki raunin að sögn Rio Ferdinand.
Ferdinand er fyrrum landsliðsmaður Englands og jafnvel þó hann sé hrifinn af Maddison sér hann ekki hvar hann eigi að passa inn í landsliðshópinn.
,,Ég veit ekki með þetta. Hann spilaði ekki vel um helgina. Það sem hann hefur gert varðandi tölfræði og spilamennsku, sérstaklega nýlega, hefur verið magnað,“ sagði Ferdinand.
,,Það eina sem ég get sagt er að hvern tekurðu burt í tíunni? Jack Grealish, Phil Foden, Mason Mount, Bukayo Saka, Raheem Sterling? Hver verður heima?“
,,Mér líkar við Maddison og er viss um að hann sé hæfileikaríkur en hvar passar hann inn í hópinn?“