Gary Neville, goðsögn Manchester United, hefur segið skilið við starf sitt sem stjórnarformaður Salford City.
Þetta var staðfest í gær en Neville er einn af eigendum Salford sem leikur í neðri deildum Englands.
Neville hefur sinnt þessu starfi í átta ár en hann er meðeigandi Salford ásamt mörgum fyrrum leikmönnum Man Utd.
Nicky Butt, annar fyrrum leikmaður Man Utd, tekur við starfinu af Neville sem starfar í dag hjá sjónvarpsstöðinni Sky Sports.
Neville vill geta einbeitt sér meira að einum hlut á vinnumarkaðnum frekar en tveimur og ákvað sjálfur að stíga til hliðar.