Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir ekki hægt að dæma tímabil Liverpool strax, þrátt fyrir arfaslaka byrjun á því.
Liverpool situr í níunda sæti með sextán stig eftir tólf leiki. Liðið er fimmtán stigum á eftir toppliði Arsenal.
„Það verður hægt að dæma okkur síðar á tímabilinu eða jafnvel að því loknu. Þá er hægt að segja til um hvort tíminn sé kominn hjá þessum leikmönnum eða þessum stjóra,“ segir Klopp.
„Það er ekki alveg sanngjarnt að dæma liðið því það hafa ekki allir verið til taks.“
Liverpool hefur tapað tveimur leikjum í röð í ensku úrvalsdeildinni, gegn Nottingham Forest og Leeds.
„Okkur vantar gæði fram á við. Með þetta magn af leikjum myndir þú undir eðlilegum kringumstæðum gera breytingar, en við getum það ekki.
Við ætlumst til meira af sjálfum okkur. Við verðum samt að taka réttu skrefin,“ segir Jurgen Klopp.