Erling Haaland framherji Manchester City verður áfram frá vegna meiðsla þegar City mætir Sevilla í Meistaradeild Evrópu.
Haaland meiddist í leik gegn Dortmund í Meistaradeildinni í síðustu viku og var ekki með um helgina.
Framherjinn knái er ekki klár í slaginn á morgun og óvíst er hvort norski markavélin verði klár um helgina.
Haaland hefur raðað inn mörkum frá því að hann gekk í raðir City en rétt um tvær vikur eru eftir af fótbolta á Englandi áður en HM hlé hefst.
Haaland not available for Man City tomorrow, Guardiola confirms #MCFC @MirrorFootball
— David McDonnell (@DiscoMirror) November 1, 2022