Margir óttuðust að knattspyrnukappinn, Emil Pálsson væri látinn fyrir ári síðan. Hann hneig þá til jarðar í miðjum fótboltaleik eftir að hafa fengið hjartaáfall.
Atvikið átti sér stað 1 nóvember á en þá lék Emil með Sogndal í næst efstu deild Noregs. Hann var samningsbundinn Sarpsborg en hefur samið um riftun á samningi sínum.
„Það er öryggi í því. Bjargráðurinn gerir mér kleift að lifa eðlilegu lífi í dag. Maður myndi ekki þora að gera neitt án hans. Ég hef svigrúm að gera nánast allt sem ég vil,“ sagði Emil sem gestur í Íþróttavikunni á Hringbraut í september.
Emil er hættur í fótbolta, hann hafði stefnt á endurkomu en það var í vor sem hann fór aftur í hjartastopp og hætti í fótbolta.
Emil var dáinn í tæpar fjórar mínútur eftir að hafa hnigið niður, endurlífgunartilraunir báru hins vegar árangur og nú er hinn 29 ára gamli Ísfirðingur farin að huga að næstu skrefum í lífinu.
„1 ár í dag, súrealísk upplifun en æðruleysi og stuðningur geta komið manni helvíti langt,“ skrifar Emil í færslu á Instagram.
Hann birtir síðan skilaboð við vini sína þá Böðvar Böðvarsson og Davíð Kristján Ólafsson sem báðir eru atvinnumenn í knattspyrnu. Samskiptin má sjá hér að neðan.