Manchester United þarf að borga 60 milljónir evra ef félagið ætlar að tryggja sér sóknarmanninn Endrick.
Endrick er efnilegasti leikmaður Brasilíu í dag en hann er 16 ára gamall og leikur með aðalliði Palmeiras.
Man Utd hefur verið hvað mest orðað við leikmanninn sem er yngsti markaskorari í sögu Palmeiras.
Önnur stórlið eins og PSG, Bayern Munchen og Real Madrid horfa til leikmannsins sem er fáanlegur fyrir 60 milljónir evra.
Endrick er kallaður ‘næsti Neymar’ Brasilíu en Neymar hefur í dágóðan tíma verið öflugasta vopn þjóðarinnar.
Endrick er samningsbundinn til ársins 2025 og mun líklega ekki færa sig um set fyrr en hann verður 18 ára gamall.
Tölfræði leikmannsins er í raun ótrúleg en hann skoraði 170 mörk í 172 leikjum fyrir unglingalið Palmeiras.