Reiss Nelson fór óvænt á kostum með Arsenal í stórsigri liðsins á Nottingham Forest í gær.
Liðin mættust á Emirates-vellinum í ensku úrvalsdeildinni. Skytturnar unnu 5-0 sigur.
Nelson kom inn á sem varamaður fyrir meiddan Bukayo Saka í fyrri hálfleik. Um fyrstu mínútur kappans á leiktíðinni voru að ræða.
Nelson gekk frá leiknum í byrjun seinni hálfleiks. Hann kom Arsenal í 2-0 og síðan 3-0. Eftir það sá Forest aldrei til sólar.
Eins og gefur að skilja fyrir varamann er Nelson ekki sá vinsælasti í Fantasy-leiknum vinsæla. Þar velja keppendur lið og fá svo stig fyrir það þegar leikmenn þeirra standa sig við.
Tveir afar heppnir settu hins vegar fyrirliðabandið í sínu liði á Nelson. Fyrir fyrirliða fá keppendur tvöföld stig.
Nelson, sem kostar aðeins 4,8 milljónir punda í leiknum, náði sér í 16 stig fyrir mörkin tvö og eina stoðsendingu. Þessir tveir sem settu fyrirliðabandið á hann fengu því 32 stig fyrir leikmanninn.