Manchester United hefur tekið ákvörðun um að banna fána sem stuðningsmenn félagsins höfðu gert til heiðurs Lisandro Martinez.
Lisandro var keyptur til United í sumar og hefur fest sig í sessi í vörn liðsins. Stuðningsmenn félagsins kalla hann slátrarann.
Stuðningsmenn United mættu á Old Trafford í gær með nýjan fána til heiðurs Martinez, þar var stór kjöthnífur á fána Argentínu.
Hnífurinn á fánanum á hins vegar ekki heima á Old Trafford að mati félagsins og hefur hann verið bannaður samkvæmt enskum blöðum. Hann var því aðeins á þessum eina leik í gær þegar United vann West Ham.
Lisandro sjálfur birti mynd af fánanum á Instagram og var virkilega sáttur.