Natasha Anasi er gengin til liðs við Noregsmeistara Brann frá Breiðabliki.
Samningur Natöshu í Noregi gildir til ársins 2024.
Hin 31 árs gamla Natasha hefur verið hér á landi síðan 2014. Auk þess að leika fyrir Breiðablik var hún á mála hjá ÍBV og Keflavík.
Natasha á að baki fimm A-landsleiki fyrir Íslands hönd.
Svava Rós Guðmundsdóttir er einnig á mála hjá Brann.