Erling Haaland, leikmaður Manchester City, er langmarkahæsti leikmaðurinn í bestu deildum Evrópu í dag.
Haaland er að vinna kapphlaupið um gullskónn örugglega og er með 17 mörk í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu.
Haaland er með fimm mörkum meira en næsti maður en það er Robert Lewandowski hjá Barcelona.
Næsti leikmaður í úrvalsdeildinni er Harry Kane en hann hefur skorað 10 mörk líkt og Kylian Mbappe hjá Paris Saint-Germain.
Hér fyrir neðan má sjá markahæstu menn tímabilsins til þessa.
1. Erling Haaland (Manchester City) – 17 mörk
2. Robert Lewandowski (Barcelona) – 12 mörk
3. Kylian Mbappe (PSG) – 10 mörk
4. Harry Kane (Tottenham) – 10 mörk
5. Aleksandar Mitrovic (Fulham) – 9 mörk
6. Neymar (PSG) – 9 mörk
7. Jonathan David (Lille) – 9 mörk
8. Alexandre Lacazette (Lyon) – 8 mörk
9. Ivan Toney (Brentford) – 8 mörk
10. Christopher Nkunku (RB Leipzig) – 8 mörk
11. Niclas Fullkrug (Werder Bremen) – 8 mörk
12. Marcus Thuram (Gladbach) – 8 mörk
13. Terem Moffi (Lorient) – 8 mörk