Röddin brást Alberti Brynjari Ingasyni all hressilega í nýjasta þætti hlaðvarpsins Dr. Football.
Albert hefur skotist fram á sjónarsviðið sem afar öflugur sparkspekingur undanfarna mánuði í Dr. Football og á Stöð 2 Sport.
Í þætti gærdagsins kom hins vegar upp kostuglegt atvik, þar sem Albert missti röddina algjörlega um stund.
Þáttastjórnendur grínuðust með að þetta hafi verið alveg eins og hjá Alexandre Lacazette, framherja Lyon, fyrr í haust. Frakkinn, sem var á mála hjá Arsenal þar til í sumar, fór þá algjörlega raddlaus í viðtal. Hann þurfti síðar að fara í aðgerð á raddböndum.
Alexandre Lacazette loses his voice in a major way post-match. No helium balloons were used in the making of this interview. (APV) pic.twitter.com/n8CJxfJMRu
— Get French Football News (@GFFN) September 11, 2022
Við skulum vonast til þess að Albert þurfi ekki að gangast undir slíka aðgerð. Hljóðbrot af atvikinu má heyra hér að neðan.
Lacazette mætti í Tuborg tíuna í gær með sína góðu rödd@Snjalli og @SigurdurGisli beittir https://t.co/zu5dZH8KdV pic.twitter.com/pxgVN12Mac
— Hörður S Jónsson (@hoddi23) October 31, 2022