Arsenal hefur hafið formlegar viðræður við William Saliba um nýjan samning miðvarðarins unga.
Það er blaðamaðurinn virti David Ornstein, hjá The Athletic, sem greinir frá þessum fregnum.
Hinn 21 árs gamli Saliba hefur verið á mála hjá Arsenal síðan 2019. Hann hefur þó þrisvar sinnum verið lánaður til heimalandsins, Frakklands, frá þeim tíma.
Saliba er því á sinni fyrstu leiktíð sem leikmaður aðalliðs Arsenal. Hefur hann staðið sig frábærlega.
Samningur hans rennur út næsta sumar en möguleiki er þó á að framlengja hann um eitt ár.
Arsenal vill gera nýjan samning við miðvörðinn sem allra fyrst. Nú eru viðræður farnar af stað og er vonast til að nýr samningur verði klár á næstunni.