fbpx
Miðvikudagur 12.mars 2025
433Sport

Hákon nefnir andstæðinginn sem kom mest á óvart í Meistaradeildinni

433
Mánudaginn 31. október 2022 17:30

Hákon Arnar Haraldsson. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hákon Arnar Haraldsson, leikmaður FC Kaupmannahafnar í Danmörku, ræddi ævintýri liðsins í Meistaradeild Evrópu í viðtali við Fréttablaðið á dögunum.

FCK komst í riðlakeppni Meistaradeildarinnar fyrir þetta tímabil og dróst með Dortmund, Manchester City og Sevilla. Ein umferð er eftir og er danska liðið úr leik.

„Þetta var eiginlega bara klikkað. Maður hugsaði alltaf um það þegar maður var lítill að spila gegn þeim bestu. Þetta hefur verið draumur og frábær reynsla að spila þarna, jafnvel þó að við höfum ekki komist áfram,“ segir Hákon um Meistaradeildarævintýrið.

Mynd/Getty

Hákon hefur mætt mörgum góðum leikmönnum á stærsta sviðinu.

„Sá sem kom mér mest á óvart var Rodri. Það var fáránlegt að horfa á hann. Hann gerði ekki mistök. Maður reyndi að pressa á hann en komst ekki nálægt honum.“

Hér má nálgast ítarlegt viðtal við Hákon.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Greint frá andláti og dánarorsök opinberuð – Móðirin segir frá hinstu orðum drengsins

Greint frá andláti og dánarorsök opinberuð – Móðirin segir frá hinstu orðum drengsins
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Verður þetta nían sem Arsenal sækir?

Verður þetta nían sem Arsenal sækir?
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Opnar sig um framtíðina – „Þá munu stuðningsmenn gleyma þér“

Opnar sig um framtíðina – „Þá munu stuðningsmenn gleyma þér“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Martröðin hjá City tekur líklega enda í sumar

Martröðin hjá City tekur líklega enda í sumar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Rúrik Gísla vann sér inn rúmar 15 milljónir á þremur klukkutímum – „Geðveikt að mæta í viðtal og tala bara um peninga“

Rúrik Gísla vann sér inn rúmar 15 milljónir á þremur klukkutímum – „Geðveikt að mæta í viðtal og tala bara um peninga“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

United borgar 89 milljónir punda í sumar fyrir leikmenn sem eru hjá félaginu – Ratcliffe tekur Sancho sem dæmi

United borgar 89 milljónir punda í sumar fyrir leikmenn sem eru hjá félaginu – Ratcliffe tekur Sancho sem dæmi