Gísli Gottskálk Þórðarson leikmaður Víkings er þessa stundina á reynslu hjá danska liðinu Bröndby.
Gísli lék æfingaleik með liðinu þar sem liðið mætti Lyngby en um var að ræða leik hjá U19 liðum félaganna.
Gísli kom við sögu í stöðunni 0-0 en Bröndby vann að lokum 1-0 sigur. Hann æfir með liðinu út þessa viku.
Gísli gekk í raðir Víkings fyrir tímabilið og kom við sögu í sex leikjum í Bestu deildinni. Hann ólst upp í Breiðablik en gekk síðan í raðir Bologna á Ítalíu.
Hann er 18 ára sóknarsinnaður miðjumaður en Gísli er fæddur árið 2004.