Hannah South, sem sér um samfélagsmiðla Leicester í ensku úrvalsdeildinni, gladdi afa sinn heldur betur um helgina.
Hún segir að eftir að amma hennar og eiginkona hans lést sé fótbolti það eina sem veitir honum gleði þessa dagana.
Hannah ákvað því að taka hann með sér í vinnuna og sýna honum á bakvið tjöldin á heimaleik Leicester.
Liðið tók á móti Manchester City og tapaði 0-1. Afinn virtist þó skemmta sér konunglega.
After losing my Grandma, football is the one thing that brings a smile to my Grandad’s face. So I took him to work with me 💙 pic.twitter.com/fA2k3JyJqQ
— Hannah South (@_HannahSouth) October 30, 2022