Trent Alexander-Arnold, leikmaður Liverpool, er ekki erfiðasti enski bakvörðurinn sem Vinicius Junior hefur mætt.
Vinicius hefur spilað gegn mörgum góðum bakvörðum á sínum ferli enda er Real í Meistaradeildinni á hverju ári.
Nafn Trent kom hins vegar ekki upp þegar kom að enskum bakvörðum en hann er þekktastur fyrir sóknarleik sinn frekar en varnarleik.
Vinicius nefndi leikmenn Chelsea og Manchester City sem erfiðustu andstæðinga sína í ensku úrvalsdeildinni.
,,Ég hef spilað gegn mörgum bakvörðum þarna en þeir erfiðustu voru Reece James og Kyle Walker,“ sagði Vinicius.
Hann bætti við að hans uppáhalds mark á ferlinum væri einmitt sigurmarkið gegn Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í París.