Þorsteinn Már Ragnarsson hefur lagt skóna á hilluna en þetta staðfesti hann við Fótbolta.net í gær.
Þorsteinn er 32 ára gamall og er leikmaður KR sem tapaði 2-0 gegn Stjörnunni í lokaumferð Bestu deildarinnar í gær.
„Ég er sáttur með þetta. Þetta er ákvörðun sem ég tók og ég er sáttur við hana. Það var gaman að spila þennan leik með KR og á móti Stjörnunni. Það var skemmtilegt,“ sagði Þorsteinn við Fótbolta.net
Þorsteinn átti fínasta feril sem leikmaður en hann var einnig á mála hjá Stjörnunni á sínum tíma.
Hann staðfesti það að hann væri búinn að kaupa hús í Stykkishólmi og mun flytja þangað með fjölskyldunni.