Virgil van Dijk, leikmaður Liverpool, lék með liðinu í gær sem tapaði 2-1 gegn Leeds í ensku úrvalsdeildinni.
Þetta var annað tap Liverpool í röð í úrvalsdeildinni eftir óvænt tap á útivelli gegn Nottingham Forest.
Van Dijk var að tapa sínum fyrsta leik á Anfield, heimavelli Liverpool, en hann hafði leikið 70 leiki þar í röð án taps.
Það eru um fimm ár síðan Van Dijk kom til Liverpool frá Southampton og er hann einn mikilvægasti leikmaður liðsins.
Gengi Liverpool á tímabilinu hefur verið slæmt en liðið er með 16 stig eftir fyrstu 12 deildarleikina.