Virkilega skemmtilegt myndband birtist af íslenskum stuðningsmanni í dag sem fylgir liði Charlton.
Charlton leikur í þriðju efstu deild Englands og gerði 4-4 jafntefli við Ipswich í deildinni í gær.
Stuðningsmaðurinn Dagur var mættur á völlinn í gær og nýtti tækifærið alveg til fullls.
Dagur fékk stuðningsmenn Charlton til að taka víkingaklappið fræga og rann svo á afturendan er hann ætlaði hitta slá frá miðjulínunni.
Sjón er sögu ríkari.
Up the Addicks! @dagurj pic.twitter.com/Uvp4UwgC3N
— Birkir Guðmundarson (@BirkirGudmundar) October 30, 2022