fbpx
Miðvikudagur 12.mars 2025
433Sport

Sjáðu augnablikið vandræðalega: Ronaldo heilsaði tveimur en ekki Neville – ,,Svona gerist þegar þú talar gegn Ronaldo“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 30. október 2022 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cristiano Ronaldo var mættur í byrjunarlið Manchester United í kvöld gegn West Ham í ensku úrvalsdeildinni.

Ronaldo lá undir töluverðri gagnrýni nýlega fyrir hegðun sína í leik gegn Tottenham er hann neitaði að koma inná.

Gary Neville, fyrrum liðsfélagi Ronaldo, var á meðal þeirra sem gagnrýndu hann en Neville vinnur í dag fyrir Sky Sports.

Ronaldo er ekki búinn að gleyma gagnrýni Neville og gerði það skýrt fyrir upphafsflautið í dag.

Ronaldo heilsaði upp á sparkspekingana Louis Saha og Jamie Redknapp sem stóðu þarna ásamt Neville.

Portúgalinn hundsaði Nevile algjörlega og virtist hafa lítinn áhuga á samskiptum við hann.

Svipað atvik átti sér stað fyrr á tímabilinu er Ronaldo heilsaði ekki Jamie Carragher sem hafði gagnrýnt hann opinberlega.

,,Eins og Jamie Carragher myndi segja þér, þetta gerist ef þú talar gegn Ronaldo,“ segir David Jones í útsendingunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ætlaði að birta myndir af börnunum sínum en birti óvart þessar myndir af sér naktri með

Ætlaði að birta myndir af börnunum sínum en birti óvart þessar myndir af sér naktri með
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Chelsea getur bakkað út úr kaupunum á Sancho með einföldum hætti

Chelsea getur bakkað út úr kaupunum á Sancho með einföldum hætti
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

United gæti þurft að borga Rashford 3,5 milljarð til að losna við hann í sumar

United gæti þurft að borga Rashford 3,5 milljarð til að losna við hann í sumar
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Blaðamaður Morgunblaðsins hneykslaður á KSÍ – „Þetta hlýtur að vera falin myndavél?“

Blaðamaður Morgunblaðsins hneykslaður á KSÍ – „Þetta hlýtur að vera falin myndavél?“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Gæti haldið á framandi slóðir í sumar

Gæti haldið á framandi slóðir í sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Samúel Kári hlýtur væga refsingu fyrir hið grófa brot

Samúel Kári hlýtur væga refsingu fyrir hið grófa brot
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Viðurkennir að ákvörðun Manchester United hafi verið röng

Viðurkennir að ákvörðun Manchester United hafi verið röng