Það eru margir sem muna eftir knattspyrnumanninum Sulley Muntari sem vann Meistaradeildina með Inter á sínum tíma.
Muntari spilaði einnig fyrir lið eins og Udinese, Portsmouth, sunderland og AC Milan en hann lagði skóna á hilluna árið 2019.
Muntari er í dag 38 ára gamall en hann hefur ákveðið að taka skóna af hillunni og mun leika með Hearts of Oak í heimalandinu Gana.
Þessi ákvörðun kom mörgum á óvart en Muntari hefur ekkert spilað fótbolta í yfir þrjú ár.
Muntari lék 84 landsleiki fyrir Gana á sínum tíma en hann lék síðast með Albacete í neðri deildum Spánar.
Muntari er í raun óþekkjanlegur í dag og hefur elst töluvert síðan hann var upp á sitt besta sem leikmaður.