Wes Brown, goðsögn Manchester United, er mikill aðdáandi vængmannsins Antony sem kom til félagsins í sumar.
Brown sparaði ekki stóru orðin er hann ræddi Brasilíumanninn og líkti honum við goðsagnirnar Lionel Messi, Diego Maradona og Arjen Robben.
Brown er hrifinn af vinstri fæti Antony og telur að hans leikstíll sé svipaður Robben sem gerði garðinn frægan með Bayern Munchen.
,,Vinstri fótur Antony er eins og vinstri fótur Messi og Maradona, þetta er mikið vopn og hann er með mikil gæði,“ sagði Brown.
,,Þú veist að hann mun snúa inn á völlinn en það eru ekki margir sem hafa stöðvað hann. Það er líklega best að bera hann saman við Arjen Robben.“
,,Hann fór alltaf inn á völlinn og leitaði ekki upp vænginn. Hann veit hvað hann er að gera og það er erfitt að dekka hann.“