Það var boðið upp á óvænt úrslit í Serie A í kvöld er stórlið AC Milan og Lazio voru í eldlínunni.
AC Milan tapaði sínum öðrum deildarleik á tímabilinu gegn Torino og mistókst að endurheimta annað sætið af Atalanta.
Atalanta vann Empoli í fyrsta leik dagsins og er í öðru sæti, fimm stigum á eftir toppliði Napoli.
Óvæntustu úrslitin voru á heimavelli Lazio þar sem Salernitana kom í heimsókn og vann 3-1 útisigur.
Lazio var líka að tapa sínum öðrum leik í haust og þá var Salernitana að vinna sinn fjórða leik eftir ágætis byrjun.
Torino 2 – 1 AC Milan
1-0 Koffi Djidji(’35)
2-0 Aleksey Miranchuk(’37)
2-1 Junior Messias(’67)
Lazio 1 – 3 Salernitana
1-0 Mattia Zaccagni(’41)
1-1 Antonio Candreva(’51)
1-2 Federico Fazio(’68)
1-3 Boulaye Dia(’76)
Cremonese 0 – 0 Udinese
Empoli 0 – 2 Atalanta
0-1 Hans Hateboer(’32)
0-2 Ademola Lookman(’59)
Spezia 1 – 2 Fiorentina
0-1 Nikola Milenkovic(’14)
1-1 Mbala Nzola(’35)
1-2 Arthur Cabral(’90)