fbpx
Miðvikudagur 12.mars 2025
433Sport

Fyrrum Grindvíkingur og stórstjarna neyðist til að loka vegna skulda – ,,Þetta var bara ekki að virka“

433
Sunnudaginn 30. október 2022 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrum Grindvíkingurinn Lee Sharpe hefur þurft að loka veitingastað sínum á Spáni vegna skulda en enskir miðlar greina frá.

Sharpe er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Manchester United en hann er 51 árs gamall í dag og opnaði staðinn Sharpey’s fyrir um ári síðan.

Reksturinn hefur alls ekki gengið vel hingað til og hefur Sharpe neyðst til að loka staðnum endanlega.

Staðurinn var staðsettur í Javea á Spáni og er nú fáanlegur til leigu fyrir rúmlega 2800 pund á viku.

,,Sem fjölskylda þá var þetta bara ekki að virka fyrir okkur,“ sagði Sharpe um af hverju hann væri að loka staðnum en skuldirnar voru orðnar töluverðar.

Sharpe tók þó fram að hann væri ekki hættur og mun skoða að hefja ný verkefni á næstu mánuðum.

Sharpe lék með Man Utd frá 1988 til 1996 og með Grindavík í eitt tímabil árið 2003 áður en skórnir fóru á hilluna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ætlaði að birta myndir af börnunum sínum en birti óvart þessar myndir af sér naktri með

Ætlaði að birta myndir af börnunum sínum en birti óvart þessar myndir af sér naktri með
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Chelsea getur bakkað út úr kaupunum á Sancho með einföldum hætti

Chelsea getur bakkað út úr kaupunum á Sancho með einföldum hætti
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

United gæti þurft að borga Rashford 3,5 milljarð til að losna við hann í sumar

United gæti þurft að borga Rashford 3,5 milljarð til að losna við hann í sumar
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Blaðamaður Morgunblaðsins hneykslaður á KSÍ – „Þetta hlýtur að vera falin myndavél?“

Blaðamaður Morgunblaðsins hneykslaður á KSÍ – „Þetta hlýtur að vera falin myndavél?“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Gæti haldið á framandi slóðir í sumar

Gæti haldið á framandi slóðir í sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Samúel Kári hlýtur væga refsingu fyrir hið grófa brot

Samúel Kári hlýtur væga refsingu fyrir hið grófa brot
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Viðurkennir að ákvörðun Manchester United hafi verið röng

Viðurkennir að ákvörðun Manchester United hafi verið röng