Manchester United 1 – 0 West Ham
1-0 Marcus Rashford(’38)
Seinni leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni var nú að ljúka en spilað var á Old Trafford í Manchester.
Manchester United tók á móti West Ham í leik þar sem eitt mark var skorað.
Marcus Rashford sá um að tryggja Man Utd öll stigin í dag en hann gerði eina markið undir lok fyrri hálfleiks.
Man Utd lyfti sér fyrir ofan Chelsea í töflunni með sigrinum og er í fimmta sæti með 23 stig.