Það kemur kannski mörgum á óvart en Adama Traore, leikmaður Wolves, lyftir engum lóðum í ræktinni.
Traore er einn vöðvamesti leikmaður heims en hann er þekktur fyrir ótrúlegan styrk sem og hraða.
Spánverjinn er duglegur að vinna í líkamanum en hann er ekki í því að lyfta lóðum til að verða enn stærri.
Traore sinnir líkamanum vel en hann einbeitir sér ekki að því að fá eins stóra vöðva og hann getur sem kemur töluvert á óvart miðað við líkamsbygginguna.
,,Það sem ég geri í ræktinni eru allt leiðbeiningar frá einkaþjálfaranum,“ sagði Traore.
,,Ég lyfti engum lóðum. Þetta er allt í genunum og það lætur vöðvana vaxa mjög hatt. Ég geri þó aðrar æfingar. Allir þurfa að gera það sem hentar þeim best.“
,,Leyndarmálið er að þekkja þinn líkama og æfa sem best fyrir þína líkamsbyggð.“