Pedri, ungur leikmaður Barcelona, segir að liðið eigi ekki skilið að spila í Meistaradeildinni miðað við frammistöðu tímabilsins.
Barcelona er úr leik í deild þeirra bestu en liðið tapaði gegn Bayern Munchen í vikunni í annað skiptið í riðlakeppninni.
Barcelona hefur ekki verið sannfærandi í Meistaradeildinni á leiktíðinni en gerir sér vonir um að ná árangri í Evrópudeildinni.
Pedri viðurkennir að það sé aðeins leikmönnum liðsins að kenna að árangurinn hafi ekki verið betri og að liðið eigi ekki skilið að fara í 16-liða úrslitin.
,,Auðvitað ollum við vonbrigðum. Barcelona þarf að komast úr riðlakeppninni og við gerðum það ekki, þess vegna eigum við ekki skilið að vera í Meistaradeildinni,“ sagði Pedri.
,,Við erum ungt lið og getum bætt okkur mikið og höfum fengið inn góða leikmenn. Það reyndist ekki nóg fyrir okkur til að vera keppnishæfir í Meistaradeildinni og það eru vonbrigði.“