Það er stutt í að flautað verði til leiks á HM í Katar en knattspyrnuaðdáendur geta ekki beðið eftir veislunni sem bíður í næsta mánuði.
The Sun tók saman skemmtilegt lið í dag þar sem elstu leikmenn mótsins eru settir í eitt byrjunarlið.
Það er þó ekki alveg víst að allir þessir leikmenn fái pláss fyrir lokakeppnina en margir af þeim verða pottþétt sjáanlegir.
Margir leikmenn vel yfir þrítugt munu spila í keppninni og verða sá elstu 39 ára gamlir.
Það má setja spurningamerki við leikmenn eins og Dani Alves og Sergio Ramos sem eru ekki öruggir með pláss hjá sínum landsliðum.
Markvörður:
Eiji Kawashima (Japan) – 39 ára gamall
Varnarmenn:
Dani Alves (Brasilía) – 39 ára gamall
Thiago Silva (Brasilía) – 39 ára gamall
Sergio Ramos (Spánn) – 36 ára gamall
Jan Vertonghen (Belgía) – 35 ára gamall
Miðjumenn:
Andres Guardado (Mexíkó) – 36 ára gamall
Luka Modric (Króatía) – 37 ára gamall
Bryan Ruiz (Kosta Ríka) – 37 ára gamall
Framherjar:
Cristiano Ronaldo (Portúgal) – 37 ára gamall
Luis Suarez (Úrúgvæ) – 35 ára gamall
Olivier Giroud (Frakkland) – 36 ára gamall