Það eru þrjú lið í bandarísku MLS deildinni sem hafa áhuga á að semja við goðsögnina Cristiano Ronaldo.
Frá þessu greinir spænski miðillinn Marca en Ronaldo gæti vel verið á förum frá Man Utd í janúar.
Ronaldo er í varahlutverki á Old Trafford þessa dagana og reyndi mikið til að komast burt frá félaginu í sumar.
Það gekk hins vegar ekki upp en það eru ekki mörg félög sem geta tekið við launapakka leikmannsins.
Ronaldo er 37 ára gamall og er samningsbundinn til 2023 en litlar líkur eru á að hann klári tímabilið.
Marca segir að þrjú MLS félög telji sig geta borgað laun Ronaldo en það eru Los Angeles FC, LA Galaxy og Inter Miami.
Inter Miami er í eigu David Beckham, fyrrum leikmanns Man Utd, en hann þekkir vel til Ronaldo.