Það hefur ekki gengið of vel hjá sóknarmanninum Cristiano Ronaldo á þessu tímabili en hann leikur með Manchester United.
Ronaldo fær aðallega mínútur í Evrópudeildinni og hefur skorað tvö mörk hingað til í keppninni.
WhoScored er tölfræðisíða með mikinn gagnagrun og segir frá því að enginn leikmaður hafi klikkað á fleiri dauðafærum í Evrópudeildinni á tímabilinu en Ronaldo.
Ronaldo hefur klúðrað fimm dauðafærum í riðlakeppninni til þessa sem er meira en nokkur annar leikmaður.
Portúgalinn væri með sjö mörk ef hann hefði nýtt þessi færi en því miður virðist sjálfstraustið ekki vera jafn mikið og áður.
❌ Cristiano Ronaldo has missed more clear-cut goalscoring chances (5) than any other player in the Europa League this season pic.twitter.com/6OvesF8Jzn
— WhoScored.com (@WhoScored) October 28, 2022