Það eru margir knattspyrnuaðdáendur sem muna eftir bakverðinum Olivier Bernard sem spilaði með Newcastle á sínum tíma.
Bernard þótti öflugur varnarmaður á sínum tíma sem leikmaður en hann spilaði með Newcastle frá 2000 til 2005 og svo 2006 til 2007.
Hann kom einnig við sögu hjá Southampton og Rangers en er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Newcastle og lék yfir 100 deildarleiki.
Bernard er 43 ára gamall og lagði skóna á hilluna árið 2007 en hann yfirgaf aldrei Newcastle og fjárfesti í bar.
Barinn sem Bernard keypti er stutt frá heimavelli Newcastle, St. James’ Park, og er hann duglegur að mæta á heimaleiki.
Skemmtileg staðreynd um þennan fyrrum leikmann sem var lengi fastamaður í liði þeirra svarthvítu.