Miðjumaðurinn Arthur verður frá lengi vegna meiðsla og mun ekki spila meira fyrir liðið á þessu ári.
Arthur kom til Liverpool frá Juventus á láni í sumar og tók þátt í einum leik áður en hann meiddist fyrr í mánuðinum.
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hefur staðfest meiðsli Arthur sem kostaði enska félagið fjórar milljónir punda út tímabilið.
,,Þetta eru mjög alvarleg meiðsli. Hann er enn hérna en þegar hann snýr aftur þá metum við stöðuna aftur,“ sagði Klopp.
,,Ég hef enga hugmynd um hversu lengi hann er frá en það er langt. Það er of langt í hann.“
Klopp bætti svo við að það væri ekki vilji Liverpool að senda Arthur aftur til Juventus í janúarglugganum.