Gabriel Jesus, leikmaður Arsenal, segir að hann þurfi á engri hvíld að halda og er tilbúinn að spila alla leiki liðsins á tímabilinu.
Jesus hefur skorað fimm mörk og lagt upp önnur fimm á tímabilinu en hann kom til Arsenal frá Manchester City í sumar.
Arsenal mun þurfa að spila þétt á leiktíðinni og munu leikmenn þurfa hvíld en Brasilíumaðurinn er ekki einn af þeim.
Jesus er reiðubúinn að spila í hverri viku og jafnvel þó hann gæti farið með brasilíska landsliðinu á HM í Katar í næsta mánuði.
,,Auðvitað er það ekki of mikið, ég er að jafna mig vel eftir leiki. Ég er að borða betur, sofa betur og nýt lífsins í treyju Arsenal mikið,“ sagði Jesus.
,,Ég er tilbúinn að spila 50, 60 eða 70 leiki á tímabilinu. Ég er klár.“