Cristiano Ronaldo skoraði í endurkomu sinni í lið Manchester United á fimmtudag er liðið mætti Sheriff í Evrópudeildinni.
Ronaldo skoraði þriðja mark Man Utd í öruggum sigri en liðið vann að lokum 3-0 og er komið í næstu umferð.
Margir stuðningsmenn Man Utd eru ekki sárir út í Ronaldo sem reyndi að komast burt frá félaginu í allt sumar.
Ekki nóg með það heldur var Ronaldo í kuldanum gegn Chelsea um helgina og ekki í hóp eftir að hafa neitað að koma inná gegn Tottenham í sömu viku.
Ronaldo er þó enn vinsæll á meðal stuðningsmanna Man Utd sem sungu nafn hans alveg frá fyrstu mínútu.
Ronaldo var magnaður fyrir Man Utd á sínum yngri árum og gekk aftur í raðir félagsins frá Juventus fyrir síðustu leiktíð.
Eins og má heyra hér fyrir neðan voru margir sem sungu ‘Viva Ronaldo’ og hvöttu sinn mann áfram.
The real fans singing Viva Ronaldo ❤️ https://t.co/zzJIkDJ9SI
— Balogun Shola 🇳🇴 (@GarriAddict) October 27, 2022