Leicester 0 – 1 Man City
0-1 Kevin de Bruyne(’49)
Það munaði ekki miklu á milli Leicester City og Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í fyrsta leik dagsins.
Leicester tók á móti Man City á King Power völlinn í leik þar sem aðeins eitt mark var skorað.
Erling Haaland var ekki með Englandsmeisturunum í dag og gat ekki reddað málunum en það gerði Kevin de Bruyne.
Belginn skoraði eina mark leiksins fyrir Man City í seinni hálfleik til að tryggja 1-0 sigur og mikilvæg þrjú stig.