Gengi Liverpool í ensku úrvalsdeildinni er ekkert að batna en liðið spilaði við Leeds í lokaleik dagsins.
Liverpool tapaði óvænt 1-0 gegn Nottingham Forest um síðustu helgi og hefði þurft að svara fyrir sig í dag.
Leeds gerði sér hins vegar lítið fyrur og vann 2-1 sigur þar sem sigurmarkið var skorað á 89. mínútu.
Mohamed Salah jafnaði metin fyrir Liverpool eftir mark Rodrigo en Crysencio Summerville tryggði gestunum stigin þrjú.
Liverpool var að tapa sínum fjórða leik í deild og er 13 stigum frá toppnum.
Hér má sjá einkunnir Sky Sports úr leiknum.
Liverpool: Alisson (6), Alexander-Arnold (6), Gomez (4), Van Dijk (5), Robertson (7), Fabinho (5), Thiago (6), Elliott (5), Salah (7), Firmino (6), Nunez (6).
Varamenn: Henderson (6), Jones (5), Milner (6).
Leeds: Meslier (9), Kristensen (7), Koch (7), Cooper (7), Struijk (7), Roca (7), Adams (8), Harrison (6), Aaronson (7), Summerville (8), Rodrigo (8).
Varamenn: Bamford (6), Gnonto (7).