Liverpool þarf að sigra Leeds í ensku úrvalsdeildinni í kvöld er liðin eigast við í lokaleik laugardags.
Liverpool tapaði óvænt gegn Nottingham Forest um síðustu helgi og er aðeins með 16 stig eftir fyrstu 11 leiki sína.
Leeds er að sama skapi í miklu veseni og er með níu stig og hefur tapað fjórum deildarleikjum í röð.
Leikið er á Anfield en byrjunarliðin má sjá hér fyrir neðan.
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, van Dijk(c), Robertson, Gomez, Fabinho, Thiago, Firmino, Elliott, Salah, Nunez
Leeds: Meslier, Kristensen, Struijk, Koch, Cooper(c), Harrison, Aaronson, Adams, Roca, Summerville, Rodrigo